Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viktoría Fjóla í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Viktoría Fjóla Sigurjónsdóttir er búin að gera tveggja ára samning við Fjölni sem leikur í 2. deild kvenna.

Viktoría Fjóla er fædd árið 2007 og spilar sem bakvörður eða kantmaður. Hún á að fylla í skarðið sem Freyja Dís Hreinsdóttir skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Fram.

Viktoría gengur til liðs við Fjölni frá Breiðabliki, en hún spilaði 9 leiki í deild fyrir Augnablik síðasta sumar og einn í bikar.

Viktoría hefur skorað 3 mörk í 15 leikjum á ferli sínum í 2. deild kvenna.


Athugasemdir
banner
banner