Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Tómas Bent skoraði í tapi Vals gegn Grindavík
Mynd: Valur
Valur 2-3 Grindavík
Mörk Vals: Gísli Laxdal Unnarsson og Tómas Bent Magnússon
Mörk Grindavíkur: Adam Árni Róbertsson, Sindri Þór Guðmundsson og Lárus Orri Ólafsson

Grindavík heimsótti Val í æfingaleik í dag. Gestirnir fóru með sigur af hólmi.

Íslensku liðin eru komin á fullt í undirbúningi sínum fyrir átökin næsta sumar en Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyriir og lagði Bestu deildarlið Vals í dag.

Adam Árni Róbertsson, Sindri Þór Guðmundsson og Lárus Orri Ólafsson skoruðu mörk Grindavíkur. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrir Val og þá skoraði Tómas Bent Magnússon sem gekk til liðs við félagið frá ÍBV á dögunum, skoraði einnig.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner