Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola: Við vorum góðir en ekki frábærir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola var sáttur eftir 0-3 sigur Bournemouth á útivelli gegn Manchester United en viðurkenndi að lokatölurnar gáfu ekki rétta mynd af leiknum.

Bournemouth gerði vel að sigra gegn Man Utd, en Rauðu djöflarnir klúðruðu hverju færinu fætur öðru og hefðu hæglega getað skorað nokkur mörk en boltinn rataði ekki í netið.

„Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur en þetta var mun erfiðara heldur en 3-0 lokatölurnar segja til um. Við áttum góðan leik en við vorum samt ekki frábærir. Þetta var mjög þroskuð frammistaða og Kepa gaf okkur mikið öryggi," sagði Iraola eftir sigurinn.

„Kepa er mjög mikilvægur fyrir ungu varnarlínuna okkar. Hann er öruggur á boltanum og frábær í því að verja, við þurfum á honum að halda. Ég er sérstaklega ánægður með færanýtinguna í dag, strákarnir voru stórkostlegir fyrir framan markið.

„Ég er ánægður með 28 stig, við erum í góðri stöðu fyrir jól."


Bournemouth er óvænt í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 28 stig eftir 17 umferðir. Næstu tvær vikur á liðið leiki gegn Crystal Palace, Fulham og Everton í ensku deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner