Ruben Amorim, stjóri Manchester United á Englandi, vill að félagið leggi áherslu á það að finna næsta Cristiano Ronaldo en þetta kemur fram í Mirror.
Rúm tuttugu ár eru liðin frá því Man Utd keypti Cristiano Ronaldo frá Sporting.
Mirror segir Amorim telur svo að United hafi mistekist að finna næstu ofurstjörnu á eftir Ronaldo og hefur hann beðið félagið um að bæta strúkturinn og aðferðir þegar það kemur að því að finna óslípaða demanta í Portúgal.
Einnig telur hann að Man Utd hafi missti af fjölmörgum efnilegum leikmönnum ef félagið hefði veitt svæðinu meiri athygli.
United tapaði baráttunni gegn Paris Saint-Germain um miðjumanninn Joao Neves í sumar og leikmönnum á borð við Ruben Dias, Bernardo Silva og Rafael Leao, sem enduðu hjá öðrum félögum í Evrópu.
Amorim gæti farið beint í það í janúar að sækja leikmenn úr portúgölsku deildinni en hann hefur áhuga á að fá portúgalska undrabarnið Geovany Quenda og sænska sóknarmanninn Viktor Gyökeres, sem spiluðu báðir undir hans stjórn hjá Sporting.
Athugasemdir