Enzo Maresca þjálfari Chelsea var ánægður eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Chelsea var sterkara liðið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari, þó að hvorugt lið hafi komist nálægt því að skora eftir leikhléð.
„Þetta var alvöru leikur. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, strákarnir sýndu að þeir geta spilað líkamlegan leik gegn sterkum andstæðingum. Við vorum að spila við eitt af bestu varnarliðum í Evrópu og ég er mjög ánægður. Ég sagði við strákana eftir leik að ég er ánægðir með frammistöðuna gegn Everton í dag heldur en í sigrinum gegn Brentford í síðustu viku," sagði Maresca að leikslokum.
„Það er auðvitað alltaf hægt að gera betur, en þetta er mjög erfiður útivöllur og ég er ánægður með stigið. Við vörðumst virkilega vel og ég er stoltur af því. Fyrir jól erum við í öðru sæti í deildinni, með bestu sóknina og eina af bestu vörnunum. Við erum ánægðir með stöðuna."
Athugasemdir