Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Hrunið ótrúlega heldur áfram hjá Man City
Morgan Rogers og Jhon Duran skoruðu mörk Aston Villa.
Morgan Rogers og Jhon Duran skoruðu mörk Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 1 Manchester City
1-0 Jhon Duran ('16 )
2-0 Morgan Rogers ('65 )
2-1 Phil Foden ('90 )

Ótrúlegt hrun Manchester City í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið tapaði gegn Aston Villa í hádegisleiknum þennan laugardaginn.

Villa náði forystunni eftir 16 mínútna leik þegar Jhon Duran skoraði. Pep Guardiola, stjóri Man City, virtist gráti næst á hliðarlínunni.

Áður en Villa náði forystunni hafði Stefan Ortega, markvörður Man City, bjargað ótrúlega.

Villa var svo betra í byrjun seinni hálfleiks og þeir verðskulduðu annað mark sem kom svo þegar Morgan Rogers, sem var áður í akademíu City, skoraði virkilega flott mark. Hann hafði átt skot í stöngina áður en hann skoraði.

Phil Foden minnkaði muninn undir lokin en það var of lítið, of seint.

Lokatölur 2-1 fyrir Aston Villa sem fer upp fyrir City í fimmta sæti deildarinnar. Englandsmeistarar Man City hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum en það er hrun sem enginn sá fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner