Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sækir Galatasaray annað stórt nafn úr ítalska boltanum?
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: EPA
Það vakti mikla athygli síðasta sumar þegar Galatasaray tókst að sækja Victor Osimhen frá Napoli.

Osimhen hafði gert frábæra hluti með Napoli á Ítalíu áður en hann fór til Tyrklands.

Núna gæti annað stórt nafn verið á leið úr ítalska boltanum til Galatasray.

Paulo Dybala, sóknarmaður Roma, er orðaður við Galatasaray og það eru núna viðræður í gangi.

Galatasaray ætlar ekki að kaupa hann fyrir hvaða upphæð sem er, en félagið er núna að ræða við Roma um mögulegan lánsamning.

Dybala, sem er 31 árs, hefur spilað 13 leiki í Serie A á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner