Mason Mount, miðjumaður Manchester United, hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli eftir að hann gekk í raðir United sumarið 2023.
Hann hefur lítið getað sýnt sig með Man Utd en meiðsli hafa truflað hann mikið.
Hann hefur lítið getað sýnt sig með Man Utd en meiðsli hafa truflað hann mikið.
Það þekkja líklega fáir betur að glíma við meiðsli en Reece James, fyrirliði Chelsea, en hann hefur sýnt Mount mikinn stuðning með færslu á Instagram.
„Það skilja ekki margir það sem þú ert að ganga í gegnum en ég hef upplifað vonbrigði, eftir vonbrigði, eftir vonbrigði," skrifar James og birtir mynd af Mount.
„Þetta er mjög erfitt og einmanalegt. Góðan bata og vertur sterkur bróðir. Ég er í engum vafa um að þú komist aftur í þitt besta form."
Athugasemdir