Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atli Arnars í viðræðum við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Atli Arnarson er í viðræðum við Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Atli, sem fæddur er 1993. er samningslaus en hann hefur verið hjá HK frá 2019. Hann hefur einnig spilað með ÍBV, Leikni og Tindastól þar sem hann er uppalinn.

Atli kom við sögu í 17 leikjum með HK síðasta sumar þegar liðið féll úr Bestu deildinni en honum tókst ekki að skora.

Hann hefur skorað 55 mörk á ferlinum í 346 leikjum.

Fram endaði í þriðja sæti í neðri hlutanum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir góða byrjun á tímabilinu.

Fram
Komnir
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Kristófer Konráðsson frá Grindavík
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu
Víðir Freyr Ívarsson frá Hetti/Hugin (var á láni)
Benjamín Jónsson frá Þrótti Vogum (var á láni)

Farnir
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tiago
Jannik Pohl
Djenairo Daniels
Gustav Dahl
Hlynur Atli Magnússon hættur

Athugasemdir
banner
banner
banner