Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Maguire á lista hjá Conte - Nkunku á förum frá Chelsea?
Powerade
Harry Maguire gæti farið til Ítalíu
Harry Maguire gæti farið til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Randal Kolo Muani horfir til Englands
Randal Kolo Muani horfir til Englands
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Christopher Nkunku er kominn með nóg
Christopher Nkunku er kominn með nóg
Mynd: Getty Images
Antonio Conte vill fá Harry Maguire, Randal Kolo Muani gæti komið í ensku úrvalsdeildina og Chelsea gæti misst Christopher Nkunku í janúarglugganum. Allt þetta og meira til í slúðurpakka dagsins frá BBC.

Napoli hefur áhuga á því að fá enska landsliðsmanninn Harry Maguire (31) frá Manchester United. Galatasaray er einnig að fylgjast með stöðu varnarmannsins. (Athletic)

Randal Kolo Muani (26), framherji Paris Saint-Germain mun líklega yfirgefa félagið í janúar en fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið eru áhugasöm. (Florian Plettenberg)

Christopher Nkunku (27), leikmaður Chelsea, er reiðubúinn að yfirgefa Chelsea í janúar en hann er sagður óánægður með spiltímann hjá enska liðinu. PSG, Fenerbahce og Galatasaray eru öll í baráttunni um franska landsliðsmanninn. (TBR)

Tottenham er að íhuga að leggja fram 20 milljóna punda tilboð í enska U21 árs landsliðsmarkvörðinn James Trafford (22) sem er á mála hjá Burnley. (Mirror)

Manchester United ætlar að berjast við Arsenal um Dusan Vlahovic (24(, framherja Juventus, í janúar. (Football Insider)

Barcelona, Tottenham, Manchester United og Chelsea hafa öll áhuga á Leroy Sane (28), vængmanni Bayern München. (Sport)

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer (38) mun líklega framlengja samning sinn við Bayern München til 2026. (Florian Plettenberg)

Ipswich Town og West Ham United vilja fá Hakim Ziyech (31) frá Galatasaray í janúar. (Fichajes)

Tottenham hefur áhuga á Julian Brandt (28), leikmanni Borussia Dortmund og þýska landsliðsins. (Football Transfers)

Arsenal er áfram í viðræðum við Sporting um sænska framherjann Viktor Gyökeres (26). Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko, sem er á mála hjá Leipzig, er þó enn efstur á blaði Arsenal. (Football Transfers)

Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney er orðaður við endurkomu til Celtic, en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur hins vegar sagt að þessi 27 ára gamli leikmaður hafi ekki beðið um að yfirgefa félagið í janúar. (Teamtalk)

Crystal Palace er að vinna í því að fá Jan-Niklas Beste (25), vængmann Benfica. (Sacha Tavolieri)

Thiago Motta, þjálfari Juventus, væri opinn fyrir því að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (23) frá Manchester United í janúar. Randal Kolo Muani hjá PSG er einnig möguleiki. (Sportmediaset)

Spænska félaginu Barcelona hefur boðist að fá argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho (20) frá Manchester United, en Hansi Flick, þjálfari Börsunga, hefur ekki áhuga á að fá leikmanninn. (El Nacional)

Fernando Carro, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen, segir að félagið vilji framlengja við Florian Wirtz (21). Hann hefur verið orðaður við mörg stór félög síðustu mánuði. (Sport1)

Chelsea er að undirbúa tilboð í Youssouf Fofana (25), miðjumann AC Milan á Ítalíu. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner
banner