Erla Karítas Jóhannesdóttir og Erna Björt Elíasdóttir, leikmenn ÍA, hafa undanfarna daga verið til reynslu hjá belgíska félaginu Standard Liege.
Um er að ræða eitt stærsta félagið í Belgíu en kvennalið félagsins er sem stendur í þriðja sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.
Um er að ræða eitt stærsta félagið í Belgíu en kvennalið félagsins er sem stendur í þriðja sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.
Þær voru báðar frábærar fyrir ÍA sem kom á óvart í Lengjudeild kvenna í sumar.
Báðar eru þær fæddar árið 2002 og spiluðu lykilhlutverk fyrir Skagakonur. Erla Karítas skoraði átta mörk í 18 leikjum og Erna Björt gerði átta mörk í 18 leikjum.
„Frábær gulrót og tækifæri fyrir okkar stelpur eftir góða frammistöðu með Skagaliðinu á liðnu tímabili þar sem þær spiluðu lykilhlutverk í liðinu," segir í tilkynningu ÍA.
ÍA hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar síðastliðið sumar.
Athugasemdir