Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Southgate tengir endalokin hjá Englandi við lag Adele
Someone like you með Adele er í uppáhaldi hjá Gareth Southgate en lagið fjallar um endalok í langtímasambandi konu.
Someone like you með Adele er í uppáhaldi hjá Gareth Southgate en lagið fjallar um endalok í langtímasambandi konu.
Mynd: EPA
Gareth Southgate ákvað að hætta að þjálfa enska landsliðið áður en liðið tapaði gegn Spánverjum í úrslitaleik EM 2024. Tveimur dögum eftir mótið tilkynnti hann um afsögnina og sagði að hann sæi fyrir sér framtíðina í öðru en þjálfun.

Hann var gestur í tónlistarþætti á BBC um helgina þar sem gestir velja átta lög sem þeir myndu taka með sér á eyðieyju.

Þegar Southgate valdi Someone like you með söngkonunni Adele sagðist hann hafa spilað það stöðugt undir lokin á EM því hann vissi að hann væri að hætta.

„Það er svo margt sem kemur fram í laginu, jafnvel þegar ég hlusta á það í dag, sem ég tengi við samband mitt við enska landsliðið," sagði hann.

Lagið samdi Adele frá sjónarhóli konu sem var að ljúka langtímasambandi.

„Þeir verða að halda áfram og ég óska þeim alls hins besta. Ég sé ekki eftir neinu, en við sköpuðum miklar minningar á þessum tíma," sagði Southgate.

Southgate var orðaður við Manchester United áður en Ruben Amorim var ráðinn nú nýlega. Hann segist hafa alist upp sem stuðningsmaður Man Utd.

„Við fluttum til Lancashire þegar ég var mjög ungur, til Bury. Þar byrjaði ég að halda með Man Utd því þeir voru nokkuð nálægt okkur," sagði Southgate.

Hann valdi líka Shape of You með Ed Sheeran og Stormzy auk The Whole of the Moon með Waterboys.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner