Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 16:31
Hafliði Breiðfjörð
„Everton eitt besta liðið að halda hreinu´´
Mynd: EPA
Chelsea mistókst í dag að fara á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Everton á Goodison Park.

Tosin Adarabioyo leikmaður Chelsea sagði eftir leik að það hafi verið erfitt að spila í miklu roki í Liverpooll borg í dag á móti Everton sem er svo gott í að halda hreinu.

„Þetta var rosalega erfitt," sagði hann. „Everton er eitt besta liðið í að halda hreinu og við erum eitt besta liðið í að skora," hélt hann áfram.

„Þetta var rosalega erfitt í fyrri hálfleiknum útaf veðrinu en við sýndum baráttuanda. Við erum búnir að vera að standa okkur vel og erum fullir sjálfstrausts svo við höldum áfram að reyna."

Athugasemdir
banner
banner
banner