Brasilíska goðsögnin Kaká lagði skóna á hilluna fyrir sjö árum eftir farsælan feril víða um allan heim en aðdáendur hans geta tekið upp gleði sína á ný því sonur hans virðist hafa fengið alla helstu eiginleika föður síns.
Kaká vann Ballon d'Or verðlaunin eftirsóttu árið 2007 er hann varð Evrópumeistari með AC Milan.
Hann er einn af allra bestu sóknarsinnuðu miðjumönnum í sögunni og vann allt sem hægt er að vinna með félagsliði auk þess sem hann var í brasilíska landsliðinu sem vann HM árið 2002.
Brasilíumaðurinn spilaði einnig með Real Madrid, uppeldisfélagi sínu Sao Paulo og kláraði síðan ferilinn hjá Orlando í Bandaríkjunum.
Árið 2008 eignaðist Kaká soninn Luca Celico Leite og fer myndband af honum eins og eldur um sinu á netheimum, en þar sést hann spila á æfingamóti í Brasilíu.
Þar velta margir fyrir sér hvort Kaká hafi hreinlega klónað sig en sonurinn er eins og snýttur út úr nös föður síns — útlitslega og á velli.
???????????? Kaka’s son moves JUST like him on the pitch
— Italian Football TV (@IFTVofficial) December 19, 2024
???? ESPN
pic.twitter.com/lu5clJNMmy
Athugasemdir