Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ivan Juric ráðinn stjóri Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Króatinn Ivan Juric er orðinn stjóri Southampton en hann tekur við af Russell Martin sem var rekinn á dögunum.

„Ég er himinlifandi. Þetta er stór áskorun en ég er mjög bjartsýnn því ég sá lið sem getur gert betur. Það er mikilvægt að ná tengslum við stuðningsmenn strax. Ég vil hafa árásargjarnt lið og ég held að stuðningsmenn muni líka við það," sagði Juric.

Jovic hefur allan sinn þjálfaraferil verið á Ítalíu en hann stýrði síðast Roma þar sem hann var aðeiins tvo mánuði í starfi áður en hann var rekinn.

Southampton er í miklum vandræðum en liðið er á botni deildarinnar aðeins meeð fimm stig. Liðið mætir Fulham á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner