Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 12:51
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í enska: Rashford utan hóps
Rashford er ekki í hóp.
Rashford er ekki í hóp.
Mynd: Getty Images
Noni Madueke er meðal varamanna hjá Chelsea.
Noni Madueke er meðal varamanna hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ramsdale ver mark Southampton.
Ramsdale ver mark Southampton.
Mynd: Getty Images
Það eru fimm leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefjast fjórir þeirra samtímis klukkan 14:00.

Manchester United á heimaleik gegn sterku liði Bournemouth og er mikið undir fyrir Rúben Amorim og lærisveina hans, sem geta jafnað Bournemouth að stigum í áttunda sæti deildarinnar með sigri.

Sóknarmaðurinn Marcus Rashford er utan hóps hjá Manchester United þriðja leikinn í röð en hann hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið. Amorim gerir sex breytingar frá deildabikarleiknum gegn Tottenham en Amad Diallo og Joshua Zirzkee eru meðal þeirra sem koma inn.

Byrjunarlið Manchester United: Onana; Mazraoui, Maguire, Martínez; Dalot, Ugarte, Mainoo, Malacia; Bruno Fernandes (f), Amad, Zirkzee.
(Varamenn: Bayindir, Evans, Yoro, Casemiro, Collyer, Eriksen, Antony, Garnacho, Höjlund)

Byrjunarlið Bournemouth: Kepa, Smith, Zabarnyi, Huijsen, Kerkez, Christie, Adams, Semenyo, Kluivert, Ouattara, Evanilson.

Á sama tíma á Everton heimaleik við Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar og getur tekið toppsætið af Liverpool með sigri, en Liverpool mun eiga tvo leiki til góða.

Everton er með óbreytt lið frá jafnteflinu gegn Arsenal. Marc Cucurella er í leikbanni hjá Chelsea og Alex Disasi kemur inn. Þá kemur Pedro Neto inn í liðið og Noni Madueke sest á bekkinn.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Mangala, Gueye, Doucoure, Harrison, Ndiaye, Calvert-Lewin.

Byrjunarlið Chelsea: Sanchez; Gusto, Tosin, Disasi, Colwill; Caicedo, Fernandez (f); Neto, Palmer, Sancho; Jackson
(Varamenn: Jörgensen, Acheampong, Veiga, Rak-Sakyi, Dewsbury-Hall, George, Joao Felix, Nkunku, Guiu)

Fulham spilar þá við Southampton á meðan Leicester og Wolves eigast við í fallbaráttunni.

Tom Cairney fyrirliði Fulham kemur aftur inn eftir þriggja leikja bann og þá er Aaron Ramsdale mættur aftur í markið hjá Southampton eftir að hafa verið meiddur á fingri.

Byrjunarlið Fulham: Leno, Robinson, Bassey, Diop, Castagne, King, Berge, Wilson, Cairney, Iwobi, Muniz.

Byrjunarlið Southampton: Ramsdale, Walker-Peters, Wood, Bednarek, Harwood-Bellis, Sugawara, Fernandes, Downes, Aribo, Dibling, Armstrong.

Mads Hermansen markvörður Leicester meiddur á nára og Danny Ward því í markinu. Vitor Pereira stýrir Úlfunum í fyrsta sinn en er án Rayan Ait-Nouri sem er í banni.

Byrjunarlið Leicester: Danny Ward, James Justin, Conor Coady, Jannik Vestergaard, Victor Kristiansen, Oliver Skipp, Boubakary Soumare, Stephy Mavididi, Bilal El Khannouss, Jordan Ayew, Jamie Vardy.

Byrjunarlið Wolves: Jose Sa, Matt Doherty, Santiago Bueno, Andre, Joao Gomes, Jorgen Strand Larsen, Rodrigo Gomes, Nelson Semedo, Toti Gomes, Goncalo Guedes, Matheus Cunha.

Leikir dagsins:
14:00 Everton - Chelsea
14:00 Fulham - Southampton
14:00 Leicester - Wolves
14:00 Man Utd - Bournemouth
16:30 Tottenham - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 33 13 +20 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 36 21 +15 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner
banner