Jack Grealish var í byrjunarliði Man City þegar liðið tapaði gegn gamla félaginu sínu, Aston Villa í dag.
Grealish gekk til liðs við City frá Aston Villa árið 2021 fyrir 100 milljónir punda en hann hefur aðeins skorað 14 mörk í 142 leikjum en það er rúmt ár síðan hann skoraði síðast.
Stuðningsmenn Villa tóku ekki vel á móti honum í dag en það var baulað á hann úr stúkunni. Hann svaraði því með því að sýna þeim þrjá fingur sem merkir Englandsmeistaratitlana sem hann hefur unnið með City.
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá City að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum.
Jack Grealish shows 3 fingers to remind the number of Premier League titles he won at Manchester City to Aston Villa fans who booed him
byu/bllshrfv insoccer
Athugasemdir