Hulda Björg Hannesdóttir og Harpa Jóhannsdóttir hafa framlengt samninga sína við Þór/KA en þeir gilda báðir út tímabilið 2026.
Þær eru uppaldar sitthvoru megin við Gleránna, Hulda Björg hjá Þór og Harpa hjá KA en þær hafa báðar spilað nær allan sinn meistaraflokksferil með Þór/KA.
Hulda er varnarmaður fædd árið 2000 en hún lék sinn fyrsta leik fyriir liðið árið 2016. Hún hefur 203 leiki og skorað 12 mörk.
Harpa er markvörður fædd árið 1998 en hún lék sinn fyrsta leik árið 2014. Hún hefur verið í minna hlutverki undanfarin ár en hún spilaði ellefu leiki í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún hefur alls leikið
127 leiki en hún lék með Hömrunum árið 2018 í næst efstu deild þar sem hún skoraði eitt mark.
Athugasemdir