Aston Villa fór upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 2 - 1 sigri heima á ensku meisturunum í Manchester City. Með sigrinum fóru þeir uppfyrir City liðið í töflunni.
Morgan Rogers skoraði annað marka Man City í leiknum en frammistaða hans í leiknum þótti einstök. Adam Bate fjallaði um leikinn fyrir Sky Sports í dag og hann segir frammistöðu Rogers bestu frammistöðu einstaklings í deildnni sem hann hefur séð á tímabilinu.
„Morgan Rogers? Þetta er líklega besta frammistaða einstaklings sem ég hef séð með berum augum á tímabilinu," skrifaði Bate á Sky.
„Hann var með mikla yfirburði gegn öllum andstæðingum sínum í dag og hafði gæðin með því. Heillaði mig verulega," bætti hann við.
Athugasemdir