Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ofurtölvan gaf Víkingi aðeins 14% möguleika að komast í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ofurtölva reiknaði út líkurnar sem félög í Sambandsdeild Evrópu áttu á því að komast áfram í útsláttarkeppnina fyrir sex umferða deildarkeppni.

Víkingur R. var þar meðal ólíklegustu liða til að komast áfram í næstu umferð en tókst þó ætlunarverk sitt eftir að hafa náð í frábær úrslit gegn sterkum andstæðingum.

Af þeim 24 félögum sem komust áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar, var Víkingur ólíklegasta liðið til að afreka það. Víkingur fékk aðeins 14% líkur á að komast í útsláttarkeppnina.

Borac Banja Luka, sem Víkingur mætti og sigraði á heimavelli, komst einnig áfram í næstu umferð eftir að hafa aðeins fengið 17% líkur á því fyrir upphaf deildarkeppninnar.

Næstu félög sem þóttu ólíkleg til að komast áfram en tókst það eru TSC Backa Topola frá Serbíu og Celje frá Slóveníu, með 34% og 35% líkur.

Þetta er magnað afrek hjá Víkingi, sem sigraði tvo leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur í Sambandsdeildinni.

Sigrarnir komu gegn Cercle Brugge og Borac Banja Luka, jafnteflin komu bæði á útivelli gegn FC Noah og LASK Linz á meðan tapleikirnir voru á útivelli gegn Omonia og heima gegn Djurgården.


Athugasemdir
banner
banner
banner