Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal fór illa með Crystal Palace - Jesus í jólaskapi
Mynd: EPA
Crystal Palace 1 - 5 Arsenal
0-1 Gabriel Jesus ('6 )
1-1 Ismaila Sarr ('11 )
1-2 Gabriel Jesus ('14 )
1-3 Kai Havertz ('38 )
1-4 Gabriel Martinelli ('60 )
1-5 Declan Rice ('84 )

Gabriel Jesus er í banastuði í kringum hátíðarnar en hann skoraði tvennu þegar Arsenal komst aftur á sigurbraut í deildinni með sigri á Crystal Palace.

Jeesus kom Arsenal yfir snemma leiks en Ismaila Sarr jafnaði metin stuttu síðar. Jesus var ekki lengi að skora aftur og það eftir hornspyrnu. Jesus hefur því skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum, báðir gegn Palace.

Arsenal hefur skorað 50 mörk eftir hornspyrnu frá 2021 þegar Nicolas Jover, sem sér um föstu leikatriðin hjá félaginu, var ráðinn til félagsins.

Jesus var nálægt því að fullkomna þrennu sína eftir klukkutíma leik en Dean Henderson sá við honum en hann varði boltann út í teiginn. Þar var Gabriel Martinelli mættur og skoraði. Declan Rice negldi síðasta naglann í kistu Palace.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
6 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
7 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
8 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
9 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
10 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
11 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner