Venezia 2 - 1 Cagliari
1-0 Francesco Zampano ('38 )
2-0 Marin Sverko ('68 )
2-1 Leonardo Pavoletti ('76 )
1-0 Francesco Zampano ('38 )
2-0 Marin Sverko ('68 )
2-1 Leonardo Pavoletti ('76 )
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem mætti Cagliari í fallbaráttuslag í dag. Mikael spilaði allan leikinn sem vinstri vængbakvörður og Bjarki Steinn Bjarkason kom inn sem varamaður í lok leiks.
Feneyingar voru 1-0 yfir í hálfleik en Francesco Zampano skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Gaetano Oristanio.
Króatíski varnarmaðurinn Marin Sverko tvöfaldaði forystu Venezia með sínu fyrsta marki í ítölsku A-deildinni.
Leonardo Pavoletti minnkaði muninn fyrir Cagliari en lengra komst liðið ekki og Venezia vann feikilega mikilvægan sigur. Aðeins þriðji sigur liðsins í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið.
Þrátt fyrir sigurinn er Venezia enn í fallsæti en það eru nú bara tvö stig upp úr fallsvæðinu. Cagliari er einnig í fallsæti, með stigi meira en Venezia.
Athugasemdir