Markvörðurinn bráðefnilegi Gylfi Berg Snæhólm er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Breiðablik.
Gylfi Berg er ekki nema 16 ára gamall en er aðalmarkvörður U17 ára landsliðs Íslands. Hann á 10 leiki að baki fyrir U15 og U17 landsliðin og byrjaði að æfa með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð.
Gylfi hefur ekki fengið að spreyta sig með meistaraflokki, enda kornungur, en er lykilmaður í 2. og 3. flokki Breiðabliks.
Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og verður spennandi að sjá hvort hann fái tækifæri með meistaraflokki á komandi leiktíð.
Athugasemdir