Ellefu leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Gróttu hafa framlengt samninga sína við félagið.
Elín Helga Guðmundsdóttir, Hallgerður Kristjánsdóttir, Hildur Björk Búadóttir, Kolfinna Ólafsdóttir, Lovísa Davíðsdóttir Scheving, Margrét Rán Rúnarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, Telma Sif Búadóttir og Þórdís Ösp Melsted framlengdu samninga sína sem er mikið fagnaðarefni fyrir Seltirninga.
Grótta rétt missti af sæti í Bestu deildinni síðasta sumar, þegar liðið endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á markatölu.
Auk þess að semja við ellefu leikmenn meistaraflokks hefur Grótta bætt tveimur nýjum leikmönnum við hópinn. Birta Ósk Sigurjónsdóttir, fædd 2004, kemur úr röðum Vals en hefur spilað fyrir KH og á láni hjá KR á ferlinum.
María Björk Ómarsdóttir er fædd 2002 og uppalin hjá ÍA á Akranesi. Hún á 43 deildarleiki að baki fyrir meistaraflokk ÍA en lék með Dalvík/Reyni í 2. deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir