Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 13:19
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Roma burstaði Parma
Paulo Dybala fagnar öðru tveggja marka sinna í dag.
Paulo Dybala fagnar öðru tveggja marka sinna í dag.
Mynd: EPA
Roma 5 - 0 Parma
1-0 Paulo Dybala ('8 , víti)
2-0 Alexis Saelemaekers ('13 )
3-0 Paulo Dybala ('51 )
4-0 Leandro Paredes ('74 , víti)
5-0 Artem Dovbyk ('83 )

Einum leik er lokið í ítölsku deildinni í dag en Roma vann þá stórsigur á Parma á Stadio Olimpico fyrir framan 62.968 áhorfendur.

Roma hafði fyrir leikinn átt erfitt uppdráttar, tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og í neðri hluta deildarinnar.

Roma náði forystunni strax á áttundu mínútu leiksins þegar Paulo Dybala kom þeim yfir úr vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar bætti Alexis Saelemaekers við öðru marki með viðstöðulausu skoti á lofti í teignum.

Staðan í hálfleik 2-0 og Dybala skoraði svo aftur snemma í seinni hálfleiknum, núna af stuttu færi í teignum þegar hann rétt náði bolta sem var á leiði af velli og skoraði úr þröngu færi.

Leandro Parades skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var eftir og fimmta markið skoraði Artem Dobyk eftir gott samspil á 82. mínútu. Dybala sem hafði þá skoraði tvö mörk í leiknum lagði upp þetta mark.

Sigurinn í dag lyftir Roma upp í 11. sætið með 19 stig en Parma er í 16. sætinu með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner