Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 12:10
Brynjar Ingi Erluson
Rooney: Fannst við svolítið barnalegir
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, stjóri Plymouth í ensku B-deildinni, segist ekki hafa áhyggjur af stöðunni sem liðið er í og að sigrarnir muni bráðum fara að skila sér.

Plymouth er á botninum eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Middlesbrough um helgina.

Liðið hefur ekki unnið leik síðan snemma í nóvember og er sæti Rooney sagt sjóðandi heitt um þessar mundir.

Rooney er sannfærður um að það sé stutt í að liðið komist aftur á sigurbraut.

„Þetta er svekkjandi. Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik, með með og án bolta, en svolítið vonsvikinn að við gerðum ekki betur í tveimur af þremur mörkum sem við fengum á okkur. Mér fannst við svolítið barnalegir.“

„Það munar litlu á liðunum í neðri hlutanum og nokkur lið sem eru hluti af svona minni deild. Við erum á botninum en ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá munu sigrarnir bráðlega koma.“

„Það truflar mig ekkert því þetta er skrítin deild en við viljum ekki vera þarna. Einbeiting mín er á því að koma í veg fyrir að við endum ekki í neðstu þremur sætunum í lok tímabils og við vitum vel að einn leikur getur breytt stöðunni,“
sagði Rooney.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Plymouth en ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 22 15 5 2 32 11 +21 48
2 Leeds 22 13 6 3 41 15 +26 45
3 Burnley 22 12 8 2 28 9 +19 44
4 Sunderland 22 12 7 3 34 18 +16 43
5 Blackburn 21 11 4 6 25 18 +7 37
6 Middlesbrough 22 10 5 7 38 28 +10 35
7 West Brom 22 8 11 3 26 16 +10 35
8 Watford 21 10 4 7 30 28 +2 34
9 Sheff Wed 22 9 5 8 28 30 -2 32
10 Millwall 21 7 7 7 21 18 +3 28
11 Swansea 22 7 6 9 24 24 0 27
12 Bristol City 22 6 9 7 26 28 -2 27
13 Norwich 22 6 8 8 37 34 +3 26
14 QPR 22 5 10 7 23 28 -5 25
15 Luton 22 7 4 11 25 38 -13 25
16 Derby County 22 6 6 10 27 28 -1 24
17 Coventry 22 6 6 10 28 34 -6 24
18 Preston NE 22 4 11 7 22 29 -7 23
19 Stoke City 22 5 7 10 23 30 -7 22
20 Portsmouth 20 4 8 8 25 35 -10 20
21 Hull City 22 4 7 11 21 31 -10 19
22 Cardiff City 21 4 6 11 19 34 -15 18
23 Oxford United 21 4 6 11 21 37 -16 18
24 Plymouth 21 4 6 11 22 45 -23 18
Athugasemdir
banner
banner