Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 17:15
Hafliði Breiðfjörð
Alexander Isak: Fyrsta þrennan mín var lengi að koma
Mynd: EPA
Alexander Isak var á útopnu þegar Newcastle burstaði Ipswich 0-4 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann skoraði fyrsta markið eftir 26 sekúndna leik og í kjölfarið komu skoraði hann tvö mörk í viðbót og fullkomnaði þrennuna.

„Það tók langan tíma að ná þrennunni fyrir Newcastle, en þetta var fyrsta þrennan mín hérna og ég er í skýjunum," sagði Isak eftir leik.

„Við höfum verið að spila miklu betur upp á síðkastið og það kemur skýrt fram í úrslitunum."

„Það að skora mörk gefur mér svo mikið sjálfstraust og hjálpar bæði mér og liðinu. Það skiptir engu máli hvort þau séu eitt, tvö eða þrjú."

Athugasemdir
banner
banner
banner