Hansi Flick var svekktur eftir 1-2 tap Barcelona á heimavelli gegn Atlético Madrid er liðin mættust í toppbaráttu spænsku deildarinnar í gærkvöldi.
Barcelona var talsvert sterkara liðið á vellinum en tókst ekki að nýta færin sín nægilega vel. Heimamenn leiddu 1-0 stóran hluta leiksins en Atlético tókst að jafna í síðari hálfleik og gera sigurmark á lokamínútu uppbótartímans.
Börsungar voru vaðandi í færum þar sem Robert Lewandowski klúðraði einu sérstaklega góðu færi og Raphinha átti skot í slá.
Barca byrjaði tímabilið frábærlega á Spáni en hefur gengið gríðarlega illa að ná í stig undanfarnar vikur. Liðið er búið að missa toppsæti deildarinnar og er núna í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði Atlético sem á einnig leik til góða.
Þetta var þriðji tapleikur Barcelona í röð á heimavelli í La Liga og jafnframt fyrsta tap Barcelona á heimavelli gegn Atlético Madrid í 18 ár.
„Við spiluðum ótrúlega vel í dag en tókst ekki að sigra. Við erum þakklátir fyrir að fá jólafríið núna. Við spiluðum góðan fótbolta í dag en við þurfum að læra af svona tapleikjum. Það er ekki eðlilegt að missa af 9 stigum í þremur leikjum á heimavelli. Við verðum að laga þetta," sagði Flick eftir tapið.
„Við munum sýna það eftir fríið hversu sterkir við erum í raun. Við erum mjög vonsviknir með þessa tapleiki en lífið heldur áfram. Við þurfum að horfa fram á veginn.
„Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn minn. Ég keyri á æfingar klukkan 06:30 með bros á vör því ég veit að ég er að fara að þjálfa strákana. Það er ekki sérlega gott andrúmsloft í klefanum þessa stundina útaf tapleikjunum. Við lögum það með því að sigra leiki.
„Við þurfum að gefa leikmönnum sjálfstraust og það er stærsti hlutinn af mínu starfi. Í München var staðan öðruvísi því þar var mikið af mjög reyndum leikmönnum, en hérna er ég með ungan leikmannahóp sem er stútfullur af gæðum."
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Atletico Madrid | 18 | 12 | 5 | 1 | 33 | 12 | +21 | 41 |
2 | Barcelona | 19 | 12 | 2 | 5 | 51 | 22 | +29 | 38 |
3 | Real Madrid | 17 | 11 | 4 | 2 | 37 | 16 | +21 | 37 |
4 | Athletic | 19 | 10 | 6 | 3 | 29 | 17 | +12 | 36 |
5 | Mallorca | 19 | 9 | 3 | 7 | 19 | 21 | -2 | 30 |
6 | Villarreal | 17 | 7 | 6 | 4 | 29 | 28 | +1 | 27 |
7 | Osasuna | 18 | 6 | 7 | 5 | 23 | 27 | -4 | 25 |
8 | Real Sociedad | 18 | 7 | 4 | 7 | 16 | 13 | +3 | 25 |
9 | Girona | 18 | 7 | 4 | 7 | 26 | 25 | +1 | 25 |
10 | Betis | 17 | 6 | 6 | 5 | 20 | 21 | -1 | 24 |
11 | Celta | 18 | 7 | 3 | 8 | 27 | 28 | -1 | 24 |
12 | Sevilla | 17 | 6 | 4 | 7 | 18 | 23 | -5 | 22 |
13 | Vallecano | 17 | 5 | 6 | 6 | 19 | 20 | -1 | 21 |
14 | Las Palmas | 17 | 5 | 4 | 8 | 22 | 27 | -5 | 19 |
15 | Leganes | 17 | 4 | 6 | 7 | 15 | 23 | -8 | 18 |
16 | Alaves | 18 | 4 | 5 | 9 | 19 | 28 | -9 | 17 |
17 | Getafe | 18 | 3 | 7 | 8 | 11 | 15 | -4 | 16 |
18 | Espanyol | 17 | 4 | 3 | 10 | 16 | 29 | -13 | 15 |
19 | Valencia | 17 | 2 | 6 | 9 | 14 | 24 | -10 | 12 |
20 | Valladolid | 18 | 3 | 3 | 12 | 12 | 37 | -25 | 12 |
Athugasemdir