Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Rusk: Fyrsta liðið sem heldur hreinu á Craven Cottage
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Simon Rusk stýrði Southampton gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem botnlið deildarinnar nældi sér í stig á erfiðum útivelli.

Fulham var sterkari aðilinn en Southampton hélt út og náði í dýrmætt stig í síðasta leik Rusk við stjórnvölinn áður en Ivan Juric tekur við.

„Við erum fyrsta útiliðið sem heldur hreinu á Craven Cottage á tímabilinu og við erum stoltir af því. Vonandi geta strákarnir byggt á þessari frammistöðu og náð í fleiri stig á næstu vikum. Þetta er flottur hópur af heiðarlegum strákum. Þeir eru einbeittir að sameiginlegu markmiði og þeir gáfu allt sem þeir áttu í þessa tvo leiki sem ég var við stjórn," sagði Rusk að leikslokum, en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn tapaðist 1-2 gegn Liverpool í deildabikarnum í miðri viku.

Aaron Ramsdale kom aftur inn í liðið eftir fjarveru vegna meiðsla og telur Rusk það hafa verið mikilvægt fyrir hópinn. Þá veit hann ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en starf hans hjá Southampton er sem aðalþjálfari varaliðsins. Hann tók við aðalþjálfarastarfinu aðeins til bráðabirgða.

„Aaron var frábær í dag, hann kemur með mikla orku inn í hópinn og hjálpar mönnum að halda einbeitingu. Hann var mikilvægur partur af þessu jafntefli í dag.

„Ég er búinn að eiga stutt spjall við Ivan (Juric) og hlakka til að starfa með honum. Ég gerði mitt besta sem bráðabirgðaþjálfari."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner