Englandsmeistarar Manchester City voru hársbreidd frá því að lenda undir eftir tæpar tvær mínútur gegn Aston Villa á Villa Park, en þýski markvörðurinn Stefan Ortega sá til þess að halda City-mönnum á núllinu.
Villa-menn fengu hornspyrnu sem var komið á nærsvæðið. Þar náði Pau Torres að beygja sig í skallann og stýra honum efst í hornið.
Ortega var fljótur að bregðast við og náði að koma puttunum í boltann áður en hann kæmist allur yfir línuna.
Mögnuð björgun hjá Ortega en markvörsluna má sjá hér fyrir neðan.
Amazing save from Stefano Ortega. ????#AVLMCI #AstonVillaManchesterCity #ASTONVILLA #AVFC #AVL #PremierLeague #PL #EPL #FPL #ManCity #MCFC
— Best Goalkeeper Saves (@BestSavesGK) December 21, 2024
pic.twitter.com/p6JCZ4IIqx
Athugasemdir