Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 12:46
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu ótrúlega björgun Ortega á Villa Park
Stefan Ortega kom Man City til bjargar
Stefan Ortega kom Man City til bjargar
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City voru hársbreidd frá því að lenda undir eftir tæpar tvær mínútur gegn Aston Villa á Villa Park, en þýski markvörðurinn Stefan Ortega sá til þess að halda City-mönnum á núllinu.

Villa-menn fengu hornspyrnu sem var komið á nærsvæðið. Þar náði Pau Torres að beygja sig í skallann og stýra honum efst í hornið.

Ortega var fljótur að bregðast við og náði að koma puttunum í boltann áður en hann kæmist allur yfir línuna.

Mögnuð björgun hjá Ortega en markvörsluna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner