ÍA hefur tilkynnt nýjan samning við Sölku Hrafns Elvarsdóttur, sem er fædd árið 2006.
Salka er markvörður og gerir hún tveggja ára samning við ÍA sem gildir út keppnistímabilið 2026.
Hún mun berjast um stöðu aðalmarkvarðar hjá ÍA í Lengjudeildinni næsta sumar, en hún fékk ekkert að spila síðasta sumar eftir að hafa varið mark meistaraflokks Skagakvenna í 14 keppnisleikjum sumarið 2023.
Salka á einn leik að baki fyrir U16 landslið Íslands.
Athugasemdir