Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 15:19
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Tottenham og Liverpool: Robertson snýr aftur
Mynd: EPA
Það má búast við mikilli skemmtun í Lundúnum þar sem Tottenham og Liverpool mætast klukkan 16:30. Búið er að opinbera byrjunarliðin.

Tottenham er enn án Ben Davies, Cristian Romero, Micky van der Ven og Guglielmo Vicario. Ange Postecoglou stillir upp sama byrjunarliði og vann Manchester United 4-3 í deildabikarnum.

Bakvörðurinn Andrew Robertson snýr aftur í lið Liverpool eftir leikbann. Arne Slot hvíldi menn í deildabikarnum en byssur á borð við Alisson, Virgil van Dijk og Mohamed Salah koma inn. Conor Bradley og Ibrahima Konate eru á meiðslalistanum.

Liverpool er í toppsætinu en Tottenham í því ellefta.

Byrjunarlið Tottenham: Forster, Porro, Dragusin, Gray, Spence, Sarr, Bissouma, Maddison, Kulusevski, Solanke, Son.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Szoboszlai, Gravenberch, Mac Allister; Salah, Díaz, Gakpo.



Athugasemdir
banner
banner
banner