Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í enska: Fullkrug byrjar í fyrsta sinn en Delap ekki með
Klukkan 15:00 hefjast þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni en byrjunarliðin fyrir þessa leiki eru klár.

Brentford fær Nottingham Forest í heimsókn, Ipswich mætir Newcastle og West Ham fær Brighton í heimsókn.

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Niclas Fullkrug byrjar sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en hann leiðir línuna hjá West Ham gegn Brighton, en þar þurfa gestirnir að svara eftir hrikalegt tap gegn Crystal Palace í síðustu umferð.

Joelinton er meiddur og er ekki með Newcastle í dag en Joe Willock kemur inn fyrir hann. Hjá Ipswich er Liam Delap, þeirra besti maður, í leikbanni.

Þá er Hákon Rafn Valdimarsson að venju á bekknum hjá Brentford gegn Nottingham Forest. Anthony Elanga kemur aftur inn í liðið hjá Forest eftir að hafa komið frábærlega inn í síðasta leik gegn Aston Villa.

Hér fyrir neðan má sjá öll byrjunarliðin.

Byrjunarliðin Brentford: Flekken, Ajer, Collins, Mee, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Damsgaard, Schade, Mbeumo, Wissa.

Byrjunarlið Nottingham Forest: Sels, Aina, Murillo, Milenkovic, Williams, Morato, Anderson, Elanga, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Wood.

Byrjunarlið Ipswich: Muric, Clarke, O'Shea, Burgess, Davis, Morsy, Cajuste, Burns, Chaplin, Hutchinson, Szmodics.

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka, Livramento, Schar, Burn, Hall, Tonali, Bruno, Willock, Murphy, Isak, Gordon.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Kilman, Mavropanos, Emerson, Alvarez, Soucek, Kudus, Paqueta, Bowen, Fullkrug.

Byrjunarlið Brighton: Verbruggen, Veltman, van Hecke, Dunk, Estupinan, Baleba, Wieffer, Gruda, Rutter, Mitoma, Pedro.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner