Tottenham 3 - 6 Liverpool
0-1 Luis Diaz ('23 )
0-2 Alexis MacAllister ('36 )
1-2 James Maddison ('41 )
1-3 Dominik Szoboszlai ('45 )
1-4 Mohamed Salah ('54 )
1-5 Mohamed Salah ('61 )
2-5 Dejan Kulusevski ('72 )
3-5 Dominic Solanke ('83 )
3-6 Luis Diaz ('85)
0-1 Luis Diaz ('23 )
0-2 Alexis MacAllister ('36 )
1-2 James Maddison ('41 )
1-3 Dominik Szoboszlai ('45 )
1-4 Mohamed Salah ('54 )
1-5 Mohamed Salah ('61 )
2-5 Dejan Kulusevski ('72 )
3-5 Dominic Solanke ('83 )
3-6 Luis Diaz ('85)
Það var búist við mikið af mörkum þegar Tottenham tók á móti Liverpool í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hér var að ræða um stórleik helgarinnar og jafnframt síðasta leik fyrir jól.
Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem gestirnir frá Liverpool voru vaðandi í færum og tókst að skora á 23. mínútu, eftir að hafa komist fjórum sinnum nálægt því í upphafi leiks.
Luis Díaz skoraði fyrsta markið með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold og tvöfaldaði Alexis MacAllister forystuna áður en James Maddison minnkaði muninn eftir klúður hjá MacAllister í vörninni.
Dominik Szoboszlai bætti þriðja marki Liverpool við fyrir leikhlé og var staðan 1-3 þegar flautað var til hálfleiks. Mohamed Salah virtist innsigla sigur Liverpool með tvennu í síðari hálfleik en heimamenn voru ekki á því að gefast upp þó staðan væri orðin 1-5.
Dejan Kulusevski og Dominic Solanke minnkuðu muninn aftur niður í tvö mörk en það dugði ekki til því Luis Díaz innsiglaði sigur gestanna með sjötta marki liðsins.
Lokatölur urðu 3-6 fyrir Liverpool eftir ótrúlega markaveislu á Tottenham Hotspur Stadium.
Liverpool trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 16 umferðir. Tottenham er óvænt í neðri hlutanum með 23 stig.
Til gamans má þó geta að Tottenham er búið að skora fleiri mörk heldur en Liverpool á deildartímabilinu.
Athugasemdir