Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Hincapié búinn að framlengja við Leverkusen
Mynd: Getty Images
Ekvadorski varnarmaðurinn Piero Hincapié hefur verið gríðarlega eftirsóttur af liðum úr ensku úrvalsdeildinni en hann er búinn að gera nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen.

Nýr samningur Hincapié gildir þar til í júní 2029 og ljóst að Leverkusen mun ekki selja hann með neinum afslætti. Talið er að 50 milljónir evra séu nóg til að festa kaup á þessum snögga miðverði, sem getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.

Hincapié er 22 ára gamall og hefur þegar spilað 43 landsleiki fyrir Ekvador, auk þess að eiga tæplega 150 leiki að baki fyrir Leverkusen.

Hann býr því yfir góðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur, en Liverpool og Tottenham eru meðal félagsliða sem hafa verið sterklega orðuð við hann undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner