Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vardy lærir ný tungumál til að komast inn í höfuðið á andstæðingnum
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: EPA
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, fer ýmsar leiðir til að ná árangri inn á fótboltavellinum.

Þar á meðal lærir hann blótsyrði á öðrum tungumál til að komast inn í höfuðið á andstæðingnum.

Hann spilar gegn varnarmönnum frá mörgum löndum í ensku úrvalsdeildinni en áður en hann spilar gegn þeim þá lærir hann blótsyrði á þeirra móðurmáli.

Þetta kemur fram á Telegraph en Vardy notar svo blótsyrðin á meðan leik stendur til að komast inn í höfuðið á andstæðingnum.

Nýverið var sagt frá því að verið sé að gera heimildarmynd um Vardy sem kemur inn á Netflix á næsta ári. Saga hans er svo sannarlega mögnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner