Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í evrópska boltanum í dag, þar sem Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann 1-0 sigur á heimavelli í grísku deildinni.
Panathinaikos er í öðru sæti grísku deildarinnar eftir sigurinn, með 32 stig eftir 16 umferðir. Sverrir og félagar eru tveimur stigum á eftir toppliði Olympiakos.
Rúnar Þór Sigurgeirsson lék þá allan leikinn í vinstri bakverði í liði Willem II í efstu deild hollenska boltans. Willem sigraði 4-1 gegn NEC Nijmegen og er með 22 stig eftir 17 umferðir.
Kristian Nökkvi Hlynsson var þá ekki í hóp er Ajax vann útileik gegn Sparta Rotterdam en í efstu deild í Belgíu bar Gent sigurorð af Standard Liége, en Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum.
Jón Dagur Þorsteinsson sat einnig á bekknum er Hertha Berlin gerði markalaust jafntefli í næstefstu deild þýska boltans á meðan lærisveinar Milos Milojevic í liði Al-Wasl unnu gegn Bani Yas í 8-liða úrslitum bikarsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Panathinaikos 1 - 0 Athens Kallithea
Willem II 4 - 1 Nijmegen
Sparta Rotterdam 0 - 2 Ajax
Standard Liege 0 - 1 Gent
Hannover 0 - 0 Hertha Berlin
Al-Wasl 3 - 1 Bani Yas
Athugasemdir