Þýski þjálfarinn Hansi Flick hefur engan áhuga á því að fá argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho frá Manchester United.
Garnacho, sem er tvítugur, er ekki í náðinni hjá portúgalska stjóranum Ruben Amorim.
Hann var ekki í hópnum í stórleiknum gegn Manchester City síðustu helgi og spilaði þá aðeins tuttugu mínútur gegn Tottenham í enska deildabikarnum í miðri viku.
Man Utd er sagt opið fyrir tilboðum í bæði Garnacho og Marcus Rashford og eru umboðsmenn Argentínumannsins komnir í það að finna nýtt félag fyrir leikmanninn.
El Nacional segir að þeir hafi boðið Barcelona að fá Garnacho, en Hansi Flick, þjálfari Börsunga, sagði einfaldlega: „Nei, takk!.
Flick telur að Garnacho passi ekki inn í hugmyndafræði sína, en grunnur hennar er mikil vinna og einbeiting, eitthvað sem Flick telur að Garnacho skorti.
Garnacho er fæddur í Madríd og spilaði með unglingaliði Atlético Madríd áður en Man Utd keypti hann fyrir 420 þúsund pund árið 2020.
Athugasemdir