Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, er á leið í aðgerð vegna heilsuvanda en þetta segir tyrkneski blaðamaðurinn Yagiz Sabuncuoglu á X í dag.
Blaðamaðurinn greinir frá þessu í færslu sinni á X og tekur þar fram að þjálfarinn hafi yfirgefið Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, og sé á leið í aðgerðina.
Aðeins kemur fram að um heilsuvanda sé að ræða en það er ekki ítarlegra en svo.
Mourinho er einn sigursælasti þjálfari 21. aldarinnar en hann hefur stýrt liðum á borð við Chelsea, Inter, Manchester United, Porto, Real Madrid, Roma og Tottenham Hotspur.
Hann tók við Fenerbahce í sumar en liðið er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, fimm stigum frá erkifjendum þeirra í Galatasaray.
???? Jose Mourinho ya?ad??? bir sa?l?k sorunu sebebiyle yurtd???nda ameliyat olmak için bugün ?stanbul'dan ayr?lacak.
— Ya??z Sabuncuo?lu (@yagosabuncuoglu) December 21, 2024
Athugasemdir