Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho á leið í aðgerð
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, er á leið í aðgerð vegna heilsuvanda en þetta segir tyrkneski blaðamaðurinn Yagiz Sabuncuoglu á X í dag.

Blaðamaðurinn greinir frá þessu í færslu sinni á X og tekur þar fram að þjálfarinn hafi yfirgefið Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, og sé á leið í aðgerðina.

Aðeins kemur fram að um heilsuvanda sé að ræða en það er ekki ítarlegra en svo.

Mourinho er einn sigursælasti þjálfari 21. aldarinnar en hann hefur stýrt liðum á borð við Chelsea, Inter, Manchester United, Porto, Real Madrid, Roma og Tottenham Hotspur.

Hann tók við Fenerbahce í sumar en liðið er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, fimm stigum frá erkifjendum þeirra í Galatasaray.


Athugasemdir
banner
banner