Franski miðjumaðurinn Paul Pogba heimsótti ekki æfingasvæði Manchester City á dögunum og er ekki í beinum viðræðum við félagið varðandi samning, en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano í dag.
Mörg félög horfa til Pogba í næsta mánuði en hann má byrja að æfa í byrjun janúar og fær þá leyfi til að spila keppnisleiki í mars.
Pogba var dæmdur í fjögurra ára ban frá fótbolta fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Leikmaðurinn áfrýjaði málinu til CAS (íþróttadómstólsins í Lausanne) sem lækkaði refsinguna niður í átján mánuði í október síðastliðnum.
Í kjölfarið komst hann að samkomulagi við Juventus um að rifta samningnum og er hann því frjáls ferða sinna en undanfarnar vikur hefur hann verið orðaður við Manchester City á Englandi.
Sá orðrómur fór af stað um að Pogba hefði heimsótt æfingasvæði Man City en Romano segir það rangt og tekur fram að það sé ekkert ákveðið varðandi framtíðina. Það eru þreifingar í gangi en ekkert fast í hendi.
Tekur hann fram að Pogba haldi öllu opnu en það má þó fastlega gera ráð fyrir því að taki ákvörðun varðandi framtíðina á næstu dögum þar sem hann má byrja að æfa á nýársdag.
Athugasemdir