Fram er búið að klófesta efnilegan bakvörð sem kemur til félagsins úr röðum Fjölnis.
Freyja Dís Hreinsdóttir er aðeins 17 ára gömul en hefur verið í mikilvægu hlutverki í liði Fjölnis síðustu tvö ár.
Freyja, sem getur leikið bæði sem vinstri eða hægri bakvörður og einnig á báðum köntum, gerir tveggja ára samning við Fram sem mun leika í Bestu deildinni næsta sumar.
Freyja er uppalin hjá Fjölni en fær hér frábært tækifæri til að láta ljós sitt skína í efstu deild.
Athugasemdir