Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 17:00
Hafliði Breiðfjörð
England - Nottingham Forest í þriðja sætið - Auðvelt hjá Newcastle
Alexander Isak skoraði þrennu, það fyrsta eftir 26 sekúndur.
Alexander Isak skoraði þrennu, það fyrsta eftir 26 sekúndur.
Mynd: EPA
Ola Aina skoraði fyrra mark Nottingham Forest sem er farið að nálgast toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.
Ola Aina skoraði fyrra mark Nottingham Forest sem er farið að nálgast toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Nottingham Forest er komið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið góðan útisigur á Brentford í leik sem var að ljúka 0-2. Ola Aina og Anthony Elanga skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum og fyrsti tapleikur Brentford heima á tímabilinu staðreynd. Með sigrinum er Forest aðeins fimm stigum frá toppliði Liverpool sem reyndar á tvo leiki inni á þá.

Ipswich hefur ekki unnð heimaleik í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 2002 og það var ekkert að fara að breytast í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn því leikurinn var í raun leikur kattarins að músinni.

Það undirstrikuðu gestirnir strax á fyrstu mínútu þegar Alexander Isak kom þeim yfir eftir 26 sekúndna leik. Markið var að vísu í fyrstu dæmt af vegna rangstöðu en VAR kom til bjargar og afturkallaði þá ákvörðun.

Í kjölfarið komu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og krafturinn var ekkert að minnka í Newcastle liðinu í seinnni hálfleik. Þeir unnu að lokum 0-4 sigur en sigurinn hefði vel geta orðið miklu stærri, slíkir voru yfirburðirnir. Alexander Isak skoraði þrennu.

West Ham og Brighton gerðu svo 1 - 1 jafntefli í London. Fyrr í dag hafði Aston Villa unnið 2 -1 sigur á Man City og klukkan 17:30 hefst leikur Crystal Palace og Arsenal.

Brentford 0 - 2 Nott. Forest
0-1 Ola Aina ('38 )
0-2 Anthony Elanga ('51 )

Ipswich Town 0 - 4 Newcastle
0-1 Alexander Isak ('1 )
0-2 Jacob Murphy ('32 )
0-3 Alexander Isak ('45 )
0-4 Alexander Isak ('54 )

West Ham 1 - 1 Brighton
0-1 Mats Wieffer ('51 )
1-1 Mohammed Kudus ('57 )

Fyrr í dag:
Aston Villa 2 - 1 Manchester City
1-0 Jhon Duran ('16 )
2-0 Morgan Rogers ('65 )
2-1 Phil Foden ('90 )

Kvöldleikurinn:
Crystal Palace 17:30 Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner