Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 12:14
Brynjar Ingi Erluson
Zubimendi: Tilboð Liverpool kom mér í opna skjöldu
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi segir það hafa komið honum í opna skjöldu þegar hann frétti af tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool og sé þá viss um að hafa tekið rétta ákvörðun,

Liverpool komst nálægt því að kaupa Zubimendi í sumarglugganum og var reiðubúið að virkja 51 milljóna punda riftunarákvæði í samningi leikmannsins við Real Sociedad, en ekkert varð af skiptunum þar sem Zubimendi hætti við á síðustu stundu.

Zubimendi hefði fengið veglega launahækkun og hlutverk í stærra félagi, en á endanum tókst Sociedad að sannfæra hann um að vera áfram.

Síðan þá hefur hann komið í nokkur viðtöl og útskýrt mál sitt, en hann ræddi einmitt við Diario á dögunum og greindi þá aðeins betur frá atburðarásinni.

„Tilboðið frá Liverpool kom mér í opna skjöldu þar sem ég var í fríi. Þetta er ekki eitthvað sem ég hafði planað. Þegar staðan kom upp þá brást ég við. Þetta var mjög óþægilegur tími fyrir mig, en ég ákvað að vega og meta bæði kosti og galla, og tók þá ákvörðun að það væri best fyrir mig að vera áfram.“

„Ég trúi ekki á setninguna 'tækifæri sem gefst bara einu sinni á lífsleiðinni'. Ef þú ert góður og vilt afreka eitthvað þá mun það koma til þín. Það er óþarfi að flýra sér,“
sagði Zubimendi.

Spánverjinn hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City síðustu vikur. Rodri, þeirra aðalmaður á miðjunni, sleit krossband í byrjun tímabils og vill Pep Guardiola ólmur styrkja miðsvæðið þegar glugginn opnar um áramótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner