Pep Guardiola knattspyrnustjóri Man City sá sína menn tapa 9. leiknum af síðustu tólf í dag þegar liðið tapaði 2 - 1 gegn Aston Villa í Birmingham í dag. Hann var sáttur með fyrri hálfleikinn en ekki meira en það.
„Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik og í seinni hálfleik urðum við slakari, við vorum ekki góðir, sagði hann. „Hraðinn þegar leið á leikkinn varð erfiðari. Ég óska Aston Villa til hamingju með sigurinn."
Guardiola var spurður af BBC eftir leikinn hvort hann sæi fram á að gengið færi að skána og svaraði: „Já, það getur komið, og getur ekki komið. Það veltur á okkur. Lausnin er að fá leikmenn aftur. Við vorum bara með einn miðvörð heilan, það er erfitt. Við munum reyna aftur í næsta leikk, þá kemur annað tækifæri og við getum bara ekki hugsað mikið lengra en það."
BBC lék reyndar forvitni á að vita hvort Guardiola teldi að einhverjar dýpri ástæður væru fyrir ömurlegu gengi en meiðsli leikmanna. „Auðvitað eru fleiri ástæður," svaraði Guardiola. „Við fáum á okkur mörk sem við fengum ekki á okkur áður, við skorum ekki mörkin sem við skoruðum áður. Það er aldrei bara ein ástæða í fótbolta. Það eru mörg minni atriði sem hafa áhrif."
Athugasemdir