Hollenski framherjinn Rick Ten Voorde, sem leikið hefur með Víkingi R. undanfarin tvö tímbil er að ganga í raðir Þórs á Akureyri samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings Reykjavíkur, staðfestir í samtali við Fótbolta.net að Ten Voorde sé á förum frá félaginu.
Ten Voorde, sem er 28 ára, kom fyrst hingað til lands í janúar á síðasta ári. Hann skoraði þá fimm mörk í 20 leikjum í deild og bikar.
Í sumar hefur hann verið í minna hlutverki fyrir Víkinga og hefur hann ekkert komið við sögu hjá liðinu í tæpan mánuð.
Þórsarar eru núna að klófesta hann, en Víkingur Ó. hafði einnig áhuga á honum samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Þór er í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar og stefnir á það að komast upp í Pepsi Max-deildina.
Athugasemdir