Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   sun 30. mars 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fær Man City annan leikmann frá Frankfurt?
Mynd: EPA
Það hefur verið mikil endurnýjun á liði Man City á þessu tímabili og ljóst að frekari endurnýjun mun eiga sér stað næsta sumar.

Miðjumenn liðsins eru farnir að eldast en leikmenn á borð við Kevin de Bruyne og Ilkay Gundogan hafa verið orðaðir frá félaginu. Þá eru Bernardo Silva og Mateo Kovacic þrítugir.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að City hafi gríðarlega mikinn áhuga á Hugo Larsson, sænskum miðjumanni Frankfurt, en hann er aðeins tvítugur en hann hefur leikið 75 leiki í þýsku deildinni síðan hann gekk til liðs við félagið frá Malmö árið 2023.

Hann er á samning hjá Frankfurt til ársins 2029 en talið er að City þurfi að borga 60 milljónir evra fyrir hann. Man City átti í viðskiptum við Frankfurt í vetur þegar Omar Marmoush gekk til liðs við félagið frá þýska félaginu í janúar.

Larsson hefur einnig verið orðaður við félög á borð við Liverpool og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner