Óveður skall á dögunum sem hafði áhrif á Skaganum en ungir krakkar þar á bæ létu það ekki á sig fá.
Krakkar í yngri flokkum félagsins tóku sig til og hreinsuðu grjót af æfingavellinum við Höfða sem hafði lent á vellinum úr fjörunni vegna veðursins.
Krakkar í yngri flokkum félagsins tóku sig til og hreinsuðu grjót af æfingavellinum við Höfða sem hafði lent á vellinum úr fjörunni vegna veðursins.
Krakkarnir tóku sig til og voru með hjólbörur og lúkurnar að vopni og fóru létt með verkefnið.
„Þessir vösku krakkar fjölmenntu og rumpuðu verkefninu af eins og ekkert væri. Takk kærlega fyrir aðstoðina öll sömul. Þegar ÍA kemur saman, þar er kraftur," segir í tilkynningu frá ÍA.
Athugasemdir