Fram 1 - 0 KR
1-0 Guðmundur Magnússon ('78)
Rautt spjald: Tryggvi Snær Geirsson, Fram ('93)
Rautt spjald: Alex Þór Hauksson, KR ('94)
1-0 Guðmundur Magnússon ('78)
Rautt spjald: Tryggvi Snær Geirsson, Fram ('93)
Rautt spjald: Alex Þór Hauksson, KR ('94)
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 KR
Fram og KR áttust við í eina leik kvöldsins í Bestu deild karla og fór slagurinn skemmtilega af stað þar sem heimamenn fengu tvö dauðafæri á fyrsta stundarfjórðunginum, en tókst ekki að nýta þau.
Fram var sterkara liðið fyrsta hálftíma leiksins en KR-ingar unnu sig inn í viðureignina og var staðan markalaus í leikhlé þrátt fyrir flotta frammistöðu Framara.
KR var talsvert sterkara liðið í síðari hálfleik og fékk góð færi sem fóru þó öll forgörðum. Ólafur Íshólm varði nokkrum sinnum frábærlega og tóku heimamenn forystuna gegn gangi leiksins á 78. mínútu.
Guðmundur Magnússon kláraði þá með laglegri vippu eftir góða stoðsendingu frá Tiago Fernandes á 78. mínútu.
KR tókst ekki að skapa mikla hættu eftir opnunarmarkið og var kominn mikill hiti í menn í uppbótartíma, þar sem Alex Þór Hauksson og Tryggvi Snær Geirsson fengu báðir rautt spjald eftir átök sín á milli.
KR tókst ekki að jafna í uppbótartímanum og niðurstaðan 1-0 sigur Fram. KR hefur ekki tekist að sigra deildarleik í 108 daga, síðan liðið vann gegn FH í Hafnarfirði 20. maí.
Þetta eru dýrmæt stig fyrir Fram, sem fer upp í efri hluta deildarinnar og situr þar í sjötta sæti með 19 stig eftir 14 umferðir.
KR er í áttunda sæti, með 14 stig.
Athugasemdir