Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 12:00
Aksentije Milisic
Aco Pandurevic framlengir við Kormák/Hvöt (Staðfest)
Mynd: Björgvin Brynjólfsson
Mynd: Björgvin Brynjólfsson
Mynd: Kormákur/Hvöt

Kormákur/Hvöt hefur framlengt samning sinn við Aco Pandurevic en þetta tilkynnti félagið í gær. Aco mun því stýra liðinu í 3. deildinni næsta sumar.


Aco er 41 árs gamall en hann á að baki 166 leiki í meistaraflokki á Íslandi og flestir af þeim eru með Ægi á Þorlákshöfn. Hann var á Þorlákshöfn frá árinu 2011 til 2021.

Hann er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en Kormákur/Hvöt réði hann sem þjálfara liðsins í byrjun þessa árs. Hann stýrði liðinu í 3. deildinni í sumar og þar endaði Kormákur/Hvöt í níunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.

Liðið mun því áfram spila í 3. deildinni að ári en samningur Aco gildir út næsta tímabil.

„Sem fyrr er það stefna meistaraflokksráðs að byggja liðið á sterkum heimamönnum með gæfuríkri blöndu af erlendum hæfileikamönnum. Nú þegar er vinna við að móta leikmannahópinn farin af stað og eru væntingar fyrir sumarið 2023 miklar í Húnaþingum báðum,“ segir á Feykir.is





Athugasemdir
banner
banner
banner