
Undanúrslitin á HM í Katar verða spiluð í vikunni; Argentína - Króatía á þriðjudag og Frakkland - Marokkó á miðvikudag.
Spánverjinn Mateu Lahoz var duglegur við að lyfta spjöldum þegar Argentína vann Holland eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Meðal þeirra sem fengu að líta gula spjaldið voru argentínsku bakverðirnir Gonzalo Montiel og Marcos Acuna sem báðir taka út leikbann í undanúrslitum.
Spánverjinn Mateu Lahoz var duglegur við að lyfta spjöldum þegar Argentína vann Holland eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Meðal þeirra sem fengu að líta gula spjaldið voru argentínsku bakverðirnir Gonzalo Montiel og Marcos Acuna sem báðir taka út leikbann í undanúrslitum.
Montiel kom inn sem varamaður í leiknum en það var Nahuel Molina byrjaði í hægri bakverðinum og verður að öllum líkindum þar áfram.
Acuna, sem er hjá Sevilla, lék í vinstri bakverði en nú verður það væntanlega Nicolas Tagliafico, leikmaður Lyon, sem leysir þá stöðu á þriðjudaginn vegna leikbannsins.
Búast má við því að Argentína fari aftur í fjögurra manna vörn eftir að hafa spilað með þriggja miðvarða kerfi á föstudag. Rodrigo De Paul og Angel Di Maria verða væntanlega báðir tilbúnir að byrja leikinn gegn Króötum.
Líklegt byrjunarlið Argentínu: E. Martinez; Molina, Romero, Otamendi, Tagliafico; Fernandez, De Paul, Mac Allister; Di Maria, Messi, Alvarez
Líklegt byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Gvardiol, Lovren, Sosa; Modric, Brozovic, Kovacic; Pasalic, Kramaric, Perisic
Athugasemdir